Handunnar textílvörur fyrir heimilið

Vegghengi

Falleg handunnin vegghengi sem gera heimilið hlýlegra…

Plöntuhengi

Plöntuhengi er einstaklega hentug lausn fyrir plöntuna…

Barnavörur

Blöðrur, loftbelgir og margt fleira fyrir barnaherbergið…

Macramé er vefverslun sem býður upp á íslenskar handunnar textílvörur, þar sem hin alda gamla macrame aðferðin ræður ríkjum.

Hver er ég?

Ég heiti Inga Hrönn Kristjánsdóttir og er 31 árs, fjögurra barna móðir úr Hafnarfirðinum. Ég hef alltaf verið mjög skapandi og prófað alls kyns handavinnu og föndur í gegnum tíðina. Það var ekki fyrr en ég kynntist macramé hnýtingar aðferðinni árið 2018 sem að ég fann mína ástríðu og hef ekki stoppað síðan. Það að hnýta er eitthvað sem ég geri fyrst og fremst fyrir sjálfa mig, því það er ákveðin hugleiðsla þegar maður situr að hnýta í algjörri núvitund og ró. Og það að skapa eitthvað er svo gott fyrir sálina. Öll verkin eru handunnin af mér, með ástríðu og vandvirkni í fyrirrúmi.